- Advertisement -

Steingrímur vill vita um norðurskautið

Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður hefur óskað þess að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra svari þremur spurningum um stöðu Íslands í fimm ríkja samstarfi þjóða á norðurskautasvæðinu.

Fyrst spyr Steingrímur hver sé afstaða ráðherra til þátttöku Íslands í svonefndu fimm ríkja samstarfi þjóða á norðurskautssvæðinu? Og hvort þess hafi verið krafist að Íslandi verði veitt aðild að samstarfinu og ef svo er, hverjar hafa undirtektirnar verið?

Og svo hvort Ísland hafi verið viðurkennt sem strandríki í Norðurskautsráðinu? Og ef svo er ekki, hvernig vinna þá íslensk stjórnvöld að því að tryggja Íslandi þá stöðu?

Og að lokum hvort haft hafi verið samráð við Ísland um vinnu sem fram fer á vettvangi fimm ríkja samstarfsins um fyrirkomulag fiskveiðistjórnar í norðurhöfum eða eftir atvikum aðra auðlindanýtingu?

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: