- Advertisement -

8. mars: Konur mæta útúrsningum, áhugaleysi og blekkingum

Gunnar Smári.

Það segir margt að við mætum 8. mars þetta árið þegar lægst launuðu verkakonur borgarinnar hafa verið í verkfalli vikum saman og mætt útúrsnúningum, áhugaleysi og blekkingum borgaryfirvalda. Og á morgun skellur á verkfall opinberra starfsmanna, m.a. fjölmennra kvennastétta. Þetta er áminning um hversu langt er eftir, þótt baráttan hafi vissulega skilað sigrum síðustu rúma öldina.

Við lifum enn í samfélagi kúgunar, þar sem hin fáu ríku og valdamiklu svipta fjöldann möguleikanum á góðu og innihaldsríku lífi. Og kúgunin er marglaga og lagskipt; það er vont að vera valdalítill verkamaður innan kúgunarkerfis kapítalismans, en þó skömminni skárra en ef þú ert verkakona í ofan á lag. Til að byggja upp réttlátt samfélag er besta leiðin ætíð sú, að taka upp baráttu hinna verst settu. Það er einskonar öfug trickle down-kenning, í stað þess að bæta fyrst hag þeirra best settu í von um að árangurinn leki niður, ættum við að bæta fyrst hag hinna verst settu vitandi að með því mun hagur allra vænkast.

Þess vegna er barátta fátækra verkakvenna ekki aðeins mikilvæg allri verkalýðsbaráttu heldur líka mikilvægasta kvennabaráttan. Ávextir baráttunnar berast ekki öllum nema við berjumst fyrir þau verst settu. Barátta frá hinum verst settu er eina leiðin til að byggja upp réttlátt samfélag jafnaðar og samkenndar. Áfram stelpur!


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: