- Advertisement -

Alþingi: „Mér fannst þetta komið út í talsvert mikla vitleysu“

Á Alþingi Íslendinga tókust þingmenn nokkuð á. Ástæðan var sú að ráðherrar leyfa sér að virða þingsköp að vettugi. Svara ekki fyrirspurnum eins og þeim ber að gera og kveðið er á um. Þegar svo ber undir skiptast þingmenn ákveðið í fylkingar. Með og á móti ríkisstjórninni. Forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon brást illa við ýmsum orðum þingmanna. Hann krafðist virðingar í sinn garð. Hann ætti að vita að virðing fæst ekki með þvi að birsta sig eða berja i borð.

Hér eru tvö sýnishorn úr umræðunni. Í öfugri röð. Fyrst Birgir Ármannsson og svo Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.

„Ég ætlaði að leiða þessa umræðu hjá mér í dag af því að mér fannst þetta komið út í talsvert mikla vitleysu hjá einstökum þingmönnum en ég verð þó að geta þess, vegna þess að mér fannst síðasta ræða, ræða háttvirts þingmanns Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, eiginlega algjörlega út í hött og algjörlega í ósamræmi við umræður sem átt hafa sér stað á vettvangi þingskapanefndar að mér finnst ástæðulaust að umræðan renni sitt skeið á enda í dag án þess að því sjónarmiði sé haldið fram. Ég veit ekki að hve miklu leyti háttvirtur þingmaður Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur fylgst með umræðum í þingskapanefnd en það sem hún heldur fram varðandi áherslur og starf í þeirri nefnd eða hvers vænta má af störfum hennar er út í bláinn.“

Nú að ræðu Þórhildar Sunnu sem varð til þess að Birgir sá sig knúinn til að taka þátt í í umræðunni:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Til umræðu var einnig þingskapanefnd hæstvirts forseta ásamt fulltrúum. Ég sat kannski fyrsta fundinn þar sem breyting á þingsköpum og starfsháttum þingsins var til umræðu. Þar var rætt hvaða markmið við hefðum með þessu starfi, hvert við vildum fara með það. Það var að styrkja stjórnarandstöðuna, gera Alþingi að fjölskylduvænni og kannski bara mannvænni vinnustað, efla þingstörfin og nefndastörfin. Þannig skildi ég hvað við vorum að leggja upp með en það eina sem ég hef heyrt koma út úr þessari nefnd hingað til er að lengja þann tíma sem ríkisstjórnin hefur til að svara, stytta þann tíma sem forseti þarf að standa og lesa upp frestunarbréf frá ríkisstjórninni og standa í einhvers konar þingskapalegu snitti til að auðvelda forsetastörfin í þingsal. Ég upplifi ekki að það sé stefnt að þessum upphaflegu markmiðum og mér þykir það miður, herra forseti.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: