Hverjir eiga Moggann?
Aðgerð Skattsins er víðáttuvitlaus og gagnslaus.
Gunnar Smári skrifar:
Eins og aðrir landsmenn hef ég verið í vinnu hjá Skattinum undanfarna daga við að finna út úr því hverjir eru raunverulegir eigendur að nokkrum félagasamtökum sem ég tengist, félögum sem eiga lítinn pening og eru álíka ólíkleg til peningaþvottar og tólf ára bekkur, AA-deild eða fólk sem hittist reglulega til að drekka kaffi, spjalla og skreppa kannski í bíó.
En verðum við ekki að standa saman eins og varðandi covid-12 faraldrinum, láta þetta yfir okkur ganga svo Skatturinn nái að fylgjast með stóru bófunum? Engir eru líklegri til peningaþvott er en stórútgerðin, það var endanlega ljóst í Kveikþættinum um subbuskap Samherja í Namibíu. Útgerðaraðallinn keypti Moggann fyrir nokkrum árum til að nota í áróðursstríðinu gegn almenningi, án vafa með peningum nýþvegnum úr einhverju aflandinu. Þessi skjalasöfnum Skattsins hlýtur að sýna okkur hver borgar brúsann, hver er raunverulegur eigandi Moggans. Hér er það. En, humm, þarna er bara framkvæmdastjóri og stjórnarformaður, einhverjir gaurar á launum hjá ríka fólkinu. Þarf ríka fólkið þá ekki að tilgreina sig sem raunverulega eigendur? Nei, þau sem eiga efni á að borga lepp fyrir að fela raunverulegt eignarhald má það. Þessar reglur gilda ekki um hin ríku, ekki frekar en aðrar reglur.
Mogginn er auðvitað ekki alvarlegasta dæmið í þessu. Ég tek það bara hér sem dæmi um hvað þessi aðgerð Skattsins er víðáttuvitlaus og gagnslaus.