- Advertisement -

Dæmdur fyrir að eiga gervibyssu

„Eins og fram er komið játar ákærði innflutning á eftirlíkingum vopna. Skýringar hans á því hvers vegna hann hefði ekki gert grein fyrir þeim eru að engu hafandi,“ segir i dómi Landsréttar.

Að auki var maðurinn ákærður fyrir hótanir á Faceboosíðu:

„Af lestri færslnanna verður ráðið að ákærði hafi ekki verið í andlegu jafnvægi þegar  hann  setti  þær  fram  og  jafnvel  í  annarlegu  ástandi  eins  og  hann  sjálfur  ýjaði  að,  en  það  ýtti  eðli  máls samkvæmt  undir  óttann.  Höfðu  starfsmennirnir  fulla  ástæðu  til  að  taka  hótanirnar  alvarlega,  eins  og  raun  bar vitni  og  glögglega  kom  fram  í  vitnisburði  þeirra  fyrir  dóminum.  Mátti  ákærða  vera  ljóst  að  líklegt  væri  að starfsfólk […] fengi vitneskju um hótanirnar og efni þeirra væri slíkt að það væri til þess fallið að valda mikilli hræðslu á meðal þeirra.“

„Ákærði, Ingvar Árni Ingvarsson, sæti fangelsi í 60 daga en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð. Ákærði sæti upptöku ásjö ampúlum af lyfinu HCG-M 5000, einu stk. skammbyssu af gerðinni Zorak Mod  918,  einu  stk  riffli,  einu  stk.  magasíni  ætluðu  fyrir  riffil,  einu  stk.  piparúða  80  ml  af  gerðinni  Manergy pepper spray, einu stk. piparúða 50 ml af gerðinni Manergy pepper spray og sjö pökkum af skotfærum af gerðinni Fiocchi 9 mm P.A. Knall Nick (samtals 350 stk.).Ákærði  greiði  málsvarnarlaun  skipaðs  verjanda  síns,  Steinbergs  Finnbogasonar  lögmanns,  527.000 krónur.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: