- Advertisement -

Miklar sveiflur í verði á bökunarvörum

Bökunarvörur eins og Golden Lyle sýróp hefur hækkað í verði frá því í nóvember í fyrra en vörur frá Dr. Oetker hafa lækkað. Vörur frá Nóa Síríus hafa hækkað.

Í verðlagskönnun ASÍ í nóvemberlok kom fram að miklar sveiflur hafa verið í verði frá sambærilegri könnun sem gerð var í nóvember í fyrra. Þannig hefur vinsæl vara til bakstur eins og Golden Lyle sýróp hækkað í verði um 9-30% en vörur frá Dr. Oetker lækkað í verði um allt að 24%.

Verð hefur frekar hækkað hjá verslununum Nettó og Iceland á milli mælinga á þeim vörum sem til voru í báðum mælingum. En verslanirnar Bónus, Krónan, Víðir, Fjarðarkaup Samkaup-Úrval, Hagkaup og Nóatún hafa frekar lækkað verð en hækkað.

Verðlækkun á Dr. Oetker vörum
Dr. Oetker Sucat 100 gr. hefur lækkað í verði um 22% hjá Víði, um 19% hjá Hagkaupum, um 9% hjá Krónunni, um 3% hjá Iceland og um eina krónu hjá Nettó. Rauðu kokteilberin hafa lækkað í verði um 19% hjá Nóatúni og Hagkaupum, um 14% hjá Víði, um 13% hjá Krónunni, um 8% hjá Fjarðarkaupum og um 4% hjá Nettó. Að lokum má nefna að 100 gr. af apelsinskal hefur lækkað í verði um 24% hjá Víði, um 12% hjá Hagkaupum og Krónunni, um 11% hjá Iceland og um 10% hjá Nettó.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Vörur frá Nóa Síríus hækka
En það lækkaði ekki allt í verði. Golden lyle sýróp hefur hækkað í öllum verslunum en 454 gr. dósin hefur hækkað um 30% hjá Víði, um 26% hjá Iceland, um 22% hjá Nettó, um 21% hjá Samkaupum-Úrvali, um 18% hjá Krónunni og Nóatúni, um 15% hjá Fjarðarkaupum og um 9% hjá Hagkaupum og Bónus. En það vekur athygli að vörur frá Nóa Síríus hafa hækkað í meira en helmingi tilvika.

Sjá nánari niðurstöður í töflu.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: