- Advertisement -

Fangar fái atvinnuleysisbætur

„Alþingi ályktar að fela félags- og barnamálaráðherra að beita sér fyrir því að einstaklingar sem setið hafa í gæsluvarðhaldi eða afplánað refsivist og stundað vinnu, nám eða starfsþjálfun til samræmis við lög um fullnustu refsinga ávinni sér rétt til atvinnuleysisbóta meðan á varðhaldi eða vist stendur. Ráðherra leggi fyrir Alþingi frumvarp sem miði að þeim markmiðum á haustþingi 2020.“

Þetta er þingsályktunartillaga sem Silja Dögg Gunnarsdóttir og Píratarnir Helgi Hrafn Gunnarsson og Björn Leví Gunnarsson hafa lagt fram.

Í greinargerðinni má lesa þetta: „Einstaklingar sem lokið hafa afplánun búa oft við mikið fjárhagslegt óöryggi auk þess sem þeir njóta ekki sömu félagslegu réttinda og einstaklingar sem hafa verið á vinnumarkaði. Líkt og umboðsmaður Alþingis benti á í áliti sínu frá 14. desember 2007 í máli nr. 3671/2002 hafa greiðslur fyrir vinnu fanga eða þátttöku í öðru starfi innan fangelsis ekki lotið sömu reglum og lög kveða á um að almennt skuli fylgja launagreiðslum. Bendir umboðsmaður á að það geti ekki talist þáttur í þeirri frelsisskerðingu sem leiðir af dæmdri fangelsisrefsingu. Að afplánun lokinni getur skipt dómþola miklu máli að geta notið sambærilegra félagslegra réttinda og almennt gilda um þá sem sinna launaðri vinnu. Ekki er að sjá á gildandi löggjöf að brugðist hafi verið við þeim ábendingum að því er varðar rétt fanga, sem stundað hafa vinnu eða nám innan fangelsis, til atvinnuleysisbóta.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: