- Advertisement -

Vissu þingmenn ekki af fátæktinni?

Þannig fellur tekjutryggingin niður strax.

María Pétursdóttir, sem er félagi í Sósíalistaflokknum, skrifar merkilega grein.

„Það er frekar ömurlegt að þingmenn þurfi að fá sjónvarpsmyndefni til að trúa því að stór hluti fólks á Íslandi búi við fátækt. Ekki bara erum við að horfa á vinnandi fátækt í stórum stíl heldur er mjög stór hópur fólks á örorkulífeyri í langvarandi fátækt og börn þeirra í áhættu á að erfa vandamálið. Þá kom fram í þættinum hvernig skerðingar koma niður á öryrkjum fram og til baka við fáránlegustu aðstæður svo sem að heimilisuppbót falli niður ef þú ert heimilislaus eða býrð í bílnum þínum.

Margir átta sig heldur ekki á því að þó það sé sagt að örorkulífeyrir skerðist ekki fyrr en þú ert komin með tekjur að hundrað þúsundum þá er það sem kallað er örorkulífeyri aðeins einn hluti af mörgum í samsetningu örorkubótanna og aðrir hlutar þeirra skerðast strax við eina krónu. Þannig fellur tekjutryggingin niður strax og þú þarft heldur betur að vinna þér inn fyrir nokkrum tugum þúsunda til að koma ekki út í mínus strax þá.

Viljinn er enginn til að hækka tekjurnar

Þetta er allt á þessa leið og kom ágætlega fram í þessum Kveiks þætti. En þetta er líka eitthvað sem er búið að tönglast á í greinum og viðtölum við forsvarsmenn öryrkja til margra ára en viljinn er enginn til að hækka tekjurnar. Hvorki virðist vera mikill vilji til að hækka tekjur þeirra lægst launuðu í landinu svo sem Eflingarfólks í borginni hvað þá öryrkja og hóps eldri borgara sem virðast alltaf tala við veggi. Og nú ætlar þingmaður að kalla eftir tölum um heimilisleysi, gott og vel en heimilisleysi kemur oftast til af langvarandi tekjuvanda vegna veikinda. Hvernig væri að fara að viðurkenna það?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: