Gunnar Smári skrifar:
Af hverju ekki 9000 milljarðar á næstu 100 árum? Eða við ætlum á næstu tíu árum að innheimta rúmlega 2000 milljarða í tekjuskatt af launafólki og rúmlega 2600 milljarða í virðisaukaskatt af því sem þið kaupið? Nei, það má ekki. Það má aðeins blása upp tölur sem eiga sýna hversu stjórnvöld eru gjafmild við okkur vesalingana. Því miður hefur heimsmeta-árátta Sigmundar Davíðs haft varanleg áhrif á framsetningu stjórnvalda á kynningum í flestum málum. Þau sem gagnrýndu SDG eru orðin enn verri. Þetta er orðið svo mikil froða að kalla mætti þetta froðu-diskó.
Ég legg til að stjórnmálafólk í linnulausum atkvæðaveiðum verði bannað frá svona kynningarfundum. Það ræður augljóslega ekki við að kynna stöðu mála fyrir almenningi, fellur ætíð í að nota tækifærið til mikla sjálfan sig. Við viljum þuran fyrirlestur frá gráum embættismanni, takk.