- Advertisement -

„Þær og ég erum klikkaðar“

Sólveig Anna Jónsdóttir skrifaði:

Konur gáfu mér far af fundi rétt áðan. Þær eru í Eflingu. Vinna hjá einu af sveitarfélögunum, í hefðbundnum kvennastörfum. Önnur þeirra sýndi mér launaseðilinn sinn. Er í 80% starfi. Fær sirka 260.000 krónur útborgaðar á mánuði. Hin sagði mér aðeins frá sjálfri sér. Var í tveimur vinnum árum saman. Tók sér ekki sumarfrí í 14 ár. Ekki króna á bankareikningnum. Hún er um sextugt. „Þetta samfélag er klikkað,“ sagði hún við mig.

Þessar konur mega ekki fá hærri laun. Þær mega bara halda áfram að vinna. Og vinna. Og vinna meira. Það er þeirra hlutskipti í lífinu.

Þær og ég erum klikkaðar. Afþví að okkur finnst þetta ósanngjarnt. Afþví að við viljum breytingar. Afþví að okkur finnst klikkað að við sem vinnum vinnuna eigum ekkert skilið en þeir sem stjórni skammti sjálfum sér allt sem þeir vilja. Við erum klikkuðu kellingarnar. Til vandræða. Með vesen. Að skemma. Afþví að við viljum ekki lengur vera ósýnilegar vinnu-konur. Afþví að við viljum smá réttlæti. Smá sanngirni. Smá leiðréttingu. Ekki bara endalausu vinnu og engan pening.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Við erum klikkaðar. Ekki þeir sem semja leikreglurnar í samfélaginu. Ekki þeir sem ákveða að sumir fái allt og aðrir ekkert.

En þá er það bara svoleiðis. Pant vera klikkuð kelling að eilífu. Klikkaðar kellingar allra sveitarfélaga sameinist, við höfum engu nema ógeðslegu kvenna-kúgandi samræmdu láglaunastefnunni að tapa og okkar eigin upprisu að vinna. Og upprisa er alltaf betri en undirgefni.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: