- Advertisement -

Ísnálin veitt í fyrsta sinn

Iceland Noir verðlaunin, Ísnálin, var veitt nýverið fyrir bestu þýddu glæpasöguna 2014, bókina Sannleikurinn um mál Harrys Quebert. Var það svissneski rithöfundurinn Joël Dicker og Friðrik Rafnsson þýðandi sem hlutu þau. Var þetta í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt.

Á Bókmenntavefnum kemur fram að aðrar bækur sem hafi hlotið tilnefningu að þessu sinni hafi verið Að gæta bróður míns (Veljeni vartija) eftir Antti Tuomainen, Sigurður Karlsson þýddi; Brynhjarta (Panserhjerte) eftir Jo Nesbø, Bjarni Gunnarsson þýddi; Hún er horfin (Gone Girl) eftir Gillian Flynn, Bjarni Jónsson þýddi og Manneskja án hunds (Människa utan hund) eftir Håkan Nesser, Ævar Örn Jósepsson þýddi. Umsögn dómnefndar um vinningsbókina var svohljóðandi: „Óvenjuleg söguhetja flækist í morðgátu sem kemur stöðugt á óvart og heldur athygli í sjöhundruð blaðsíður; skemmtilega uppbyggð bók í vandaðri þýðingu.“

Alþjóðlega glæpasagnahátíðin Iceland Noir, Bandalag þýðenda og túlka og Hið íslenska glæpafélag standa að verðlaununum.

Sjá frétt á Bókmenntir.is

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: