- Advertisement -

Segir borgarráð stunda feluleik

Kolbrún Baldursdóttir:
„Er þetta liður í að reyna að fela mál minnihlutans fyrir almenningi?“

„Borgarfulltrúa Flokks fólksins finnst sem sífellt sé verið að reyna að klípa af og þrengja réttindi  minnihlutafulltrúa til að tjá sig og í þessu tilfelli er verið að reyna að fela tillögur og fyrirspurnir þeirra sem lagðar eru fram skriflega,“ bókaði Kolbrún Baldursdóttir.

„Formaður borgarráðs hefur ákveðið að taka ekki lengur  tillögur og fyrirspurnir borgarráðsmanna inn í fundargerð borgarráðs sem varða málaflokka sem heyra til annarra fastanefnda að undanskildum málum þeirra flokka sem ekki eiga fulltrúa í viðkomandi fagráði. Borgarfulltrúi Flokks fólksins er ósáttur við þetta og finnst rökin,  að þessi breyting leiði til minni álags á borgarráð, ekki trúverðug. Með þessari ákvörðun er dregið úr gagnsæi. Ef einhver skyldi vera að fylgjast með hvaða mál eru framlögð í borgarráð þá er ekki hægt að sjá þessi mál  fari þau ekki í fundargerðina.“

„Ekki er verið að draga úr gagnsæi né þrengja nokkur réttindi borgarfulltrúa sem hafa sem fyrr bæði tillögurétt og málfrelsi á fundum nefnda og ráða. Með því að beina framlagningu tillagna og fyrirspurna strax inn í þær fastanefndir sem borgarstjórn hefur ákveðið að fari með þann málaflokk er verið að stytta málsmeðferðartíma og auka gagnsæi,“ bókaði meirihluti Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, formanns ráðsins.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Kolbrún veltir þessu upp: „Er þetta liður í að reyna að fela mál minnihlutans fyrir almenningi?“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: