- Advertisement -

Segir Hörð handbendi vinstri manna

…ekk­ert fyr­ir­tæki á Íslandi, fyrr né síðar, hafi verið lagt í því­líkt og annað eins einelti og ál­verið í Straums­vík.

Rekstrarhagfræðingurinn Magnús Ægir Magnússon, sem situr í stjórn Hafnarfjarðarhafnar leggur fram sértaka samsæriskenningu í Moggagrein í dag. Hann segir þar Hörð Arnarson, forstjóra Landsvirkjunar, vera handbendi vinstri manna og að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hafi fjarstýrt Herði í aðför gegn álverinu í Straumsvík.

„Lengst­um var gott sam­komu­lag milli Lands­virkj­un­ar og ál­vers­ins í Straums­vík um fyr­ir­komu­lag sölu og kaupa á raf­orku. Báðir aðilar skildu að það væri hag­ur beggja að vel gengi hjá báðum. Svo virðist sem að í kring­um árið 2010 hafi þarna orðið breyt­ing á. Kom­in var til valda í land­inu „hrein vinstri­stjórn“ en vinstri­menn, sum­ir hverj­ir alla­vega, hafa alla tíð verið áber­andi í and­stöðu sinni við bygg­ingu og rekst­ur ál­vers­ins og fundið því allt til foráttu. Nýr for­stjóri var ráðinn til Lands­virkj­un­ar og nokkuð víst er að dag­skip­un hafi komið til Lands­virkj­un­ar frá rík­is­stjórn­inni um að nú skyldi brjóta upp raf­orku­samn­inga stóriðju­fyr­ir­tækj­anna og láta þá finna til tevatns­ins. Eng­inn velk­ist í vafa um það að Lands­virkj­un get­ur hækkað sitt raf­orku­verð að vild og þarf hvorki að spyrja kóng né prest um það. En það hafa aldrei þótt mik­il bú­vís­indi að slátra mjólk­ur­kúnni,“ segir í grein Magnúsar Ægis.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Nú þegar fyr­ir­tækið á í erfiðleik­um er þetta fólk fljótt til að hefja upp sinn gamla út­slitna og út­jaskaða söng; lok­um, lok­um, lok­um strax í dag.

Magnús er sannfærður um aðför gegn álverinu.

„Ég held að ekk­ert fyr­ir­tæki á Íslandi, fyrr né síðar, hafi verið lagt í því­líkt og annað eins einelti og ál­verið í Straums­vík og hef­ur fyr­ir­tækið þurft að sæta mikl­um og hat­römm­um árás­um alla tíð. Mis­vit­urt fólk hef­ur gargað og hrópað á torg­um um að loka eigi fyr­ir­tæk­inu nú þegar, engu skeyt­andi um af­leiðing­ar þess fyr­ir starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins, land og þjóð. Nú þegar fyr­ir­tækið á í erfiðleik­um er þetta fólk fljótt til að hefja upp sinn gamla út­slitna og út­jaskaða söng; lok­um, lok­um, lok­um strax í dag,“ skrifar Magnús Ægir Magnusson rekstrarhagfræðingur í hafnarstjórn Hafnarfjarðar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: