Gunnar Smári skrifar:
Svona leggur Bernie Sanders fram áherslur sínar eftir rækilegan sigur í prófkjörinu í Nevada. Þetta prófkjör dró fram hversu breið hreyfing er að baki Sanders, hún er sú afl sem getur sameinað Demókrataflokkinn og flokkurinn verður ekki sameinaður án hennar. Það má hins vegar vera að hluti flokksins kjósi frekar Trump en nokkurn sem boðar nokkrar breytingar að ráði. En utan flokksins eru milljónir á milljónir ofan sem hafa krafist breytinga árum og áratugum saman en sem flokkarnir hafa ekki hlustað á. Svo það er kannski ekki mikill skaði af því að hægrimenn í Demókrataflokknum sameinist félögum sínum í Repúblikanaflokknum.