Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er misboðið. En hvers vegna? Jú, hún vitnar til þessara tilvitnanna í grein sem húm skrifar í Moggann:
„Grafarvogurinn er kannski ekki alveg jafn vel heppnaður að mínu mati og Grafarholtið, þar sem það er í rauninni bara alger einangrun þar þú átt bara að sitja í bílnum þínum einn helst og búa í þínu risastóra einbýlishúsi og þar er rosalega lítið hugsað um þessi félagslegu samskipti,“ sagði Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, í þættinum Flakk með Lísu Páls á Rás 1. Orð formanns skipulagsráðs Reykjavíkur hafa mikið vægi og því slær það mann að heyra hana tala þannig um skipulag Reykjavíkurborgar. Það að formaður skipulagsráðs tali niður tvö hverfi Reykjavíkurborgar með þessum hætti er óskiljanlegt. Þetta er þó því miður ekki einsdæmi því í borgarstjórn þann 21. janúar lét borgarfulltrúi Hjálmar Sveinsson orð falla um Kjalarnes og Geldinganesi sem er hluti af Grafarvogi: „Þar sem hvorki kindur, hestar né kýr hafa einu sinni viljað vera á beit,“ sagði hann um Geldinganes í kjölfar orðræðu um að hverfin væru „ekki frábærir staðir til að búa á“. Það er sárt að hlusta á borgarfulltrúa tala niður hverfi og hugsanlega byggingareiti með þessum hætti.“
Hún segir bæði Sigurborgu og Hjálmar vaða um í villu.