- Advertisement -

Húsráð Gunnarshúss

Bjarni Bjarnason og Sigurbjörg Þrastardóttir eru höfundar Húsráðs Gunnarshúss n.k fimmtudag kl 20. Þar munu þau lesa upp og svara spurningum Hildigunnar Þráinsdóttur um nýútkomnar bækur sínar.

Verkin eru skáldsaga Bjarna, Hálfsnert stúlka, og ljóðabók Sigurbjargar, Hrátt skinn (og gloría).

Húsráð Gunnarshúss stendur fyrir vikulegum höfundakvöldum í Gunnarshúsi fram að jólum. Á hverju fimmtudagskvöldi mæta tveir höfundar og spjalla um bækur sínar, lesa aðeins úr þeim, og síðan gefst áhorfendum kostur á að spyrja líka.

Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir, aðgangseyrir er 500 kr.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: