„Alvarlegast varðandi byggingu þessa glæsihúss er þó að bankastjórn Landsbanka Íslands freistar þess að telja þjóðinni, eigendum bankans, trú um að með þessum hætti sparist stórar fjárhæðir. Það þarf ekki mikla snilli til að sjá að það getur ekki kostað minna að hýsa banka í dýrasta húsinu á langdýrustu lóðinni í Reykjavík en að nýta mun ódýrara húsnæði á miklu ódýrari lóðum fjær miðborginni. Svo virðist þó sem stjórn Landsbankans haldi enn fram þeirri skoðun að verið sé að gera eigendum bankans, íslensku þjóðinni, stóran greiða. Ekki aðeins muni þjóðin eignast einn glæsilegasta banka heims, heldur muni kostnaður af rekstri bankans dragast svo mjög saman að hagnaður stóraukist. Umsjónarmenn bankans, Bankasýsla og ríkisstjórn hafa valið þann kost að trúa fullyrðingum bankastjórnarinnar og láta málið afskiptalaust.“
Halldór S. Magnússon, fyrrum bankamaður, skrifaði í Mogga gærdagsins. Hér er hluti greinarinnar.
„Undirritaður telur fullvíst að allar fullyrðingar stjórnar Landsbankans um hagkvæmni glæsibyggingar við Reykjavíkurhöfn reynist víðs fjarri öllum raunveruleika. Þjóðin muni sitja uppi með umtalsverðan aukakostnað af ævintýrinu en enginn mun telja sig bera ábyrgðina. Bankastjórnin mun viðhafa þá afsökun að áætlanir hafi ekki reynst réttar, Bankasýslan og ríkisstjórn treystu bankastjórninni! Sömu menn munu halda áfram á sömu braut og málið gleymist áður en nýr dagur rís.“