- Advertisement -

Rio Tinti hótar hér og hótar þar

Ágúst Ólafur Ágústsson bendir á:

Deilan milli Rio Tinto og Landsvirkjunnar er mjög áhugaverð. Sérkennileg taktík hjá Rio Tinto að hóta að loka í Straumsvík ef þeir fá ekki lægra raforkuverð, sem í gegnum tíðina hefur verið þeim mjög hagstætt. Ég bendi á meðfylgjandi frétt frá Nýja Sjálandi þar sem þetta sama fyrirtæki hótar að loka ef þeir fá ekki lægra raforkuverð frá stjórnvöldum. Þarna hóta þeir líka störfunum.

Ég legg því hér til, m.a. sem þingmaður í fjárlaganefnd Alþingis, að samingurinn um raforkuverðið og annað því tengdu, verði einfaldlega gerður opinber. Þá geta allir séð hvort raforkuverðið sé eðlilegt markaðverð eða ekki. Ég geri ráð fyrir að Landsvirkjun sé ekki á móti því en hvað með Rio Tinto? Er ekki gagnsæi best hér?

Þú gætir haft áhuga á þessum


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: