- Advertisement -

Brynjar segist hafa verið Bjartur í Sumarhúsum

Brynjar Níelsson skrifaði á Facebook:

Afskaplega var fróðlegt og nærandi að fara um allt land í hringferðinni og hitta fólk. Framtakssemi, dugnaður og bjartsýni var áberandi alls staðar. Skilaboðin sem við fengum voru nokkuð skýr. Þarf að laga samgöngur og tryggja raforkuöryggi til að atvinnulíf á landsbyggðinni blómstri og svo þarf viðunandi heilbrigðisþjónustu. Að öðru leyti að fá sem mestan frið frá stjórnvöldum í höfuðborginni og leyfa sveitarfélögum að ráða eigin málefnum.

Svo voru landsbyggðarmenn mjög undrandi á því hve viljugir stjórnmálamenn eru til að framselja vald sitt til stofnana með lögum og sem verra er að hafa í sömu lögum mjög takmarkandi og íþyngjandi ákvæði fyrir þá sem vilja byggja upp öflugt atvinnulíf.

Uppgötvaði eftir hringferðina að ég hef verið landsbyggðarmaður í fyrra lífi og nafn mitt sennilega verið Bjartur.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: