- Advertisement -

Með margar milljónir en fattar ekki neitt

Halldór Benjamín kom í Kastljósið. Hann var fenginn til að tala um kjarabaráttu láglaunafólks. Halldór Benjamín mætti. Málflutningur hans var óboðlegur.

Sem betur fer var Sólveig Anna líka í Kastljósi. Hún flutti mál sitt skýrt og skorinort. Það dugði Halldóri Benjamín ekki. Hann fattaði ekki neitt. Alla vega ekki þá ísköldu staðreynd að fólki er boðið að vinna fulla vinnu en var samt ekki matvinnungar.

Já, staðan er svo sáraeinföld. Meðal okkar er fólk sem hefur svo lág laun að þau duga alls ekki til framfærslu. Það fólk getur aldrei nokkurn tíma borið ábyrgð á stöðugleika samfélagsins. Halldót verður að líta sér nær. Hann sjálfur og það fólk sem hann umgengst er á allt öðrum launum. Þar er talið í milljónum. Halldór og hans fólk er ekki dæmt til ævilangrar fátæktar. Það er hlutskipti annars fólks.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það er aldrei hægt að ætlast til að fólk sættist á að vera dæmt til að vera á jaðri samfélagsins. Til þess eins að hinir grimmu hákarlar, Halldór Benjamín er helsti talsmaður þeirra, taki ekki til sín enn stærri sneið af þjóðarkökunni.

Nei, Sólveig Anna var kjörin til að tala máli þeirra fátæku. Það gerir hún svo eftir er tekið. Það sama verður ekki sagt um Halldór Benjamín Þorbergsson.

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: