Norræni leikjadagurinn verður haldinn hátíðlegur á laugardaginn n.k í bókasöfnum á Norðurlöndum. Þennan dag beina almenningsbókasöfn kastljósinu að leikjum, borðspilum og tölvuleikjum í því skyni að sýna fram á að leikir séu efni sem eigi heima á bókasöfnum, nú sem endranær.
Lesa má sér til um daginn hér.
Boðið verður upp á alls konar borðspil, tölvuleikinn Icycle, og geta þátttakendur í honum att kappi við aðra norræna keppendur, og léttan ratleik. Spilavinir verða til aðstoðar í aðalsafni, Gerðubergssafni og Sólheimasafni. Þetta verður semsagt fullur dagur af leik og gleði fyrir alla aldurshópa og eru allir velkomnir.
Sjá nánar hér og hvaða söfn taka þátt.