- Advertisement -

25 ár frá stofnun Barnasáttmálans

25 ár eru nú liðin frá því að  Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna, eða Barnasáttmálinn eins og hann er oftast kallaður, var lagður fyrir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna til undirritunar og fullgildingar, nánar tiltekið 20. nóvember 1989. Barnasáttmálinn var fullgiltur fyrir Íslands hönd árið 1992.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hvetur leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla til að halda upp á afmæli sáttmálans og jafnframt vekja sérstaka athygli barna og ungmenna á sáttmálanum og gildi hans.

Barnasáttmálinn markaði tímamót í baráttunni fyrir réttindum barna, þar sem sáttmálinn felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á því að börn séu sjálfstæðir einstaklingar með réttindi, óháð réttindum fullorðinna. Í sáttmálanum eru ýmis grundvallarréttindi sem tryggir öllum börnum upp að 18 ára aldri sérstaka vernd og umönnun.

Sömuleiðis endurspeglar sáttmálinn ákveðna sýn á hlutverk og stöðu barna og tekur fram að öll börn eigi rétt á því að vera fullgildir þátttakendur í samfélaginu. Það felur í sér að Ísland er skuldbundið að þjóðarétti til að virða og uppfylla ákvæði sáttmálans.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Barnasáttmálinn var síðan lögfestur hér á landi 20. febrúar 2013 og er nú hluti af íslenskri löggjöf. Það er mikilvægur áfangi til að Barnasáttmálinn sé lagður til grundvallar þegar fjallað er um réttindi og skyldur barna og ungmenna, vernd þeirra, umönnun og þátttöku í samfélaginu. Í stefnumótun ráðuneytisins hefur Barnasáttmálinn verið hafður til hliðsjónar í öllum málaflokkum og sérstök áhersla verið lögð á aukna þátttöku barna og ungmenna í málum sem þau varða, mannréttindi og lýðræði.

Sjá á vef menntamálaráðuneytis.

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: