…er nema von að spurt sé hve margir íslenskir stjórnmálamenn eigi með einum eða öðrum hætti Samherja skuld að gjalda?
Sigurjón Þórðarson skrifar:
Kristján Þór virðist ekki fá að hætta, þó svo hann feginn vildi. Samherji vill hafa sinn mann í stóli sjávarútvegsráðherra sama hvað tautar og raular. Eðlilega er efast um allar stjórnarathafnir Kristjáns Þórs sem ráðherra en engu að síður þá virðist vera órofa samstaða í Fjórflokknum með fullum stuðningi Miðflokksins að halda Kristjáni föstum í ráðherrastólnum.
Þessi samstaða er orðin verulega vandræðaleg fyrir stjórnmálastéttina og er nema von að spurt sé hve margir íslenskir stjórnmálamenn eigi með einum eða öðrum hætti Samherja skuld að gjalda?