Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra skrifar:
Hún sigraði og fékk fyrstu íslensku Óskarsverðlaunin! Þvílík ræða og hvatning til stúlkna, kvenna, mæðra, dætra! Í nótt skrifaði kona, mikilvægan hluta af íslenskri menningarsögu. Þetta er fyrst og fremst persónulegt afrek! Ingveldur Guðrún Ólafsdóttir, móðir Hildar, lýsir dóttur sinni á eftirfarandi hátt: „Hún hefur alltaf verið gríðarlega markviss, stefnuföst, sjálfstæð og gríðarlega vinnusöm þannig að þessi mikla velgengni kemur mér því ekki á óvart.“
Maður uppsker eins og maður sáir. Nú fylgjumst við öll með og samgleðjumst af öllu hjarta. Eitt það skemmtilegasta sem ráðherra fær að gera er að óska afreksfólki til hamingju með góðan árangur. Það er óhætt að segja að Hildur Guðnadóttir hafi haldið mér upptekinni undanfarnar vikur! Hildur er frábær fyrirmynd fyrir alla ungu Íslendingana sem dreymir um að ná langt á sínu sviði. Til hamingju enn og aftur kæra Hildur og takk fyrir tónlistina!