- Advertisement -

Enn fjölgar á biðlistum sjúkrahúsa

Biðlistar eftir völdum aðgerðum eru ýmis jafnlangir eða lengri en í fyrra skv. nýju yfirliti Landlæknis. Bið eftir skurðaðgerð á augasteini lengist enn og eru ríflega tvö þúsund manns á biðlista. Hafa þeir ekki verið fleiri frá því að reglubundin innköllun Embættis landlæknis hófst árið 2007 og nemur aukningin 42% vmiðað við stöðuna í fyrra. Einstaklingum sem bíða eftir gerviliðaaðgerð á mjöðm hefur t.d fjölgað sem og þeim sem bíða eftir gerviliðaaðgerð a hné. Er áætluður biðtími síðari hópsins 78 vikur. Einungis hefur fækkað hvað hjarta og/eða kransæðamyndatöku snertir.

Á vef Embættis landlæknis kemur fram að embættið birti reglulega upplýsingar um biðlista eftir völdum skurðaðgerðum. Á heildina litið er um fjölgun að ræða eða óbreytt ástand á biðlistum þeirra völdu skurðaðgerða sem hér um ræðir. Einstaklingum sem beðið hafa lengur en þrjá mánuði eftir gerviliðaaðgerð á mjöðm hefur fjölgað nokkuð, eða um rúm 10% frá því í júní á þessu ári. Nú eru 247 einstaklingar á biðlistanum en voru 224 í júní.

Sama á við um þá sem eru á biðlista eftir gerviliðaaðgerð á hné, þeim hefur fjölgað um 14,5% á sama tíma. Nú bíða 483 lengur en þrjá mánuði eftir aðgerð og er áætlaður biðtími á Landspítala orðinn 78 vikur. Áætluð bið eftir gerviliðaaðgerð á mjöðm er hins vegar 29 vikur á Landspítala. Á Heilbrigðisstofnun Vesturlands er áætluð bið eftir báðum tegundum aðgerða 48–60 vikur.

Konum sem beðið hafa lengur en þrjá mánuði eftir legnámi hefur fjölgað úr 91 í 119 frá því í júní sl. Á sama tíma fyrir ári biðu 107 konur lengur en þrjá mánuði eftir aðgerð.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sjá greinargerð hér.

Sjá frétt á síðu Landlæknis hér.

 

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: