- Advertisement -

Milljónum kostað til utanfara

Kolbrún Baldursdóttir.

„Borgarfulltrúar meirihlutans, borgarstjóri og embættismenn fara mikið til útlanda. Kostnaður skiptir milljónum á ári,“ segir Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um að ferðakostnaður og kolefnisfótspor kjörinna fulltrúa verði birtur opinberlega.

Kolbrún, sem virðist ódrepandi í hlutverki minnihluta fulltrúa, bókaði í forsætisnefnd:

Þær ferðir sem farnar eru og allur kostnaður í sambandi við þær er sjálfsagt að setja á vef borgarinnar.

„Flokkur fólksins hefur gagnrýnt þetta harðlega sér í lagi þegar hópur fólks fer frá sama sviði, ráði/flokki. Það væri mikill ávinningur að draga verulega úr ferðum erlendis. Fjárhagslegur ávinningur væri mikill og einnig umhverfisávinningur. Þær ferðir sem farnar eru og allur kostnaður í sambandi við þær er sjálfsagt að setja á vef borgarinnar. Samkvæmt umsögn er því lýst að mikill kostnaður verði við að sundurliða þessar upplýsingar og koma þeim á vefinn. Halda mætti að hægt væri að yfirstíga hindranir í þessu sambandi bæði tæknilega og aðrar án mikillar fyrirhafnar eða stórkostlegs kostnaðar.  Borgarfulltrúi Flokks fólksins telur að gegnsæi eigi að vera í öllu sem borgin er að gera, stjórnsýslunni og starfsfólki í samræmi við reglur um persónuvernd að sjálfsögðu. Það er ekki einungis launin sem þurfa að vera opinber heldur annað sem tengist starfi borgarfulltrúa. Ferðir og dagpeningar er hluti af þeim upplýsingum sem á að vera aðgengilegar á vef Reykjavíkurborgar. Flokkur fólksins hefur lagt fram tillögu um að borgarfulltrúar kolefnisjafni ferðir sínar til útlanda og skráningar í því sambandi verði einnig á vef borgarinnar. Sú tillaga var reyndar felld.“

Umsögn þjónustu og nýsköpunarsviðs.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: