- Advertisement -

Gerði græðgin út af við loðnuna?

Eft­ir þetta varð al­ger nýliðun­ar­brest­ur. Loðnu­stofn­inn hrundi.

„Loðnu­veiðar með flot­vörpu hafa verið leyfðar um langt skeið norður og aust­ur af land­inu. Af alls níu millj­óna tonna loðnu­afla frá alda­mót­um veiddu ís­lensk skip tvær millj­ón­ir tonna í flottroll. Flot­vörpu­veiðarn­ar eru mjög um­deild­ar. Full­yrt er að þær sundri loðnutorf­um og trufli göng­ur þeirra. Fisk­ur drep­ist í stór­um stíl við að fara í gegn­um möskva,“ segir Inga Sæland í nýrri grein.

„Af hverju er loðnan ekki lát­in njóta vaf­ans og flottrollsveiðarnar bannaðar? Menn geta veitt loðnuna í nót. Nót­in lok­ar af torfu eða hluta úr torfu en sundr­ar henni ekki eins og flottrollið. Áður fyrr var öll loðna veidd í næt­ur og það gekk bara vel. Hverj­um dett­ur eig­in­lega í hug að leyfa flot­vörpu­veiðar á loðnu?

Erum við nú að upp­skera eins og við sáðum? Við för­um illa fram gegn líf­rík­inu og nátt­úr­an nær alltaf fram hefnd­um að lok­um,“ skrifar Inga.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það sé nú að koma okk­ur ræki­lega í koll.

Inga vitnar í opinbera skýrslu og segir: „Hún sýn­ir að loðnan er búin að vera í vand­ræðum í tölu­verðan tíma. Nýliðun lé­leg nán­ast frá 2001. Hrunið hófst þá. Við lest­ur skýrsl­unn­ar, sem er á vef Alþing­is, vakna grun­semd­ir um að við höf­um ekki hegðað okk­ur til­hlýðilega í nýt­ingu loðnu­stofns­ins. Það sé nú að koma okk­ur ræki­lega í koll.“

Og meira úr grein Ingu Sæland:

„Allt frá um 2005 dró mjög úr út­gefn­um loðnu­kvót­um því það mæld­ist lítið af loðnu. Ráðgjöf náði síðast millj­ón tonna heild­arkvóta 2003 en svo alltaf minna. Síðustu árin var hann langt und­ir 500 þúsund tonn­um. Hefði ekki átt að sýna sér­staka varúð þegar loðnu­kvót­inn var aðeins 173-285.000 tonn 2015 til 2018? Þá var loðnan veidd al­veg kom­in að hrygn­ingu, til að ná úr henni hrogn­un­um sem áttu að verða und­ir­staða nýliðunar stofns­ins. Voru þetta af­ger­andi mis­tök? Var gengið of nærri hrygn­ing­ar­stofn­in­um þegar rétt hefði verið að banna veiðar und­an Vest­ur­landi svo sú litla loðna sem kom­in var á hrygn­ing­ar­slóð fengi að hrygna í friði? Eft­ir þetta varð al­ger nýliðun­ar­brest­ur. Loðnu­stofn­inn hrundi.“



Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: