- Advertisement -

Hvar eru þessir fjórir milljarðar?

Það virtist vera svo illa ígrundað að öryrkjar eru hreinlega skelfingu lostnir.

Inga Sæland.

„Munu fjórir milljarðar króna renna í það verkefni á komandi ári. Meðal annarra breytinga sem gerðar hafa verið undanfarin ár er að dregið hefur verið úr hinni svokölluðu krónu á móti krónu skerðingu. Þá hafa komugjöld aldraðra og öryrkja á heilsugæslu verið felld niður og vegna nýtilkominna breytinga er tannlæknaþjónusta við langveika aldraða og öryrkja á stofnunum þeim nú að kostnaðarlausu,“ sagði Ólafur Þór Gunnarsson VG þegar rætt var um tillög Flokks fólksins um að Bjarna Benediktssyni verði gert að leggja fram frumvarp sem tryggi öllum 300 þúsund króna lágmarkslaun. Ekki síst öryrkjum og eldri borgurum.

Inga Sæland hafði nokkuð við ræðu Ólafs Þórs að segja:

„Mig langar að spyrja háttvirtan þingmann, fyrst hann talar um fjóra milljarða sem eigi að eyða á árinu í að koma til móts við skerðingar hjá nákvæmlega þessum þjóðfélagshópi, hvar hann hafi fundið þá tölu. Ég er náttúrlega bara aumur þingmaður í fjárlaganefnd. Ég hef algjörlega misst af þessum fjórum milljörðum. Það voru fundnir í fyrra 2,9 milljarðar, þeir voru settir í krónu á móti krónu núna á meðan 1,1 milljarður upp í þessa fjóra á að koma til framkvæmda á þessu ári. Það virtist vera svo illa ígrundað að öryrkjar eru hreinlega skelfingu lostnir. Áttar þingmaðurinn sig á því að það er dálítið mikill munur á því hvort við erum að tala um krónu á móti krónu eða hvort við erum að tala um lágmarksgrunnframfærslu upp í 300.000 kr., skatta- og skerðingarlaust?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: