- Advertisement -

Mikill verðmunur á dekkjum

Mikill munur er verð heilsársdekkja og nemur hann mest 113%. Verðlagseftirlit ASÍ gerði verðsamanburð á dekkjum í október. Ekki er tekið tillit til gæða.

Á síðu Alþýðusambandsins kemur fram að Verðlagseftirlit ASÍ hafi gert verðsamanburð þann 28.október á ódýrasta heilsársdekkinu sem 22 dekkjaverkstæði bjóða upp á.  Mikill verðmunur reyndist vera á dekkjum en tekið er fram að ekki var lagt mat á gæði þeirra.

Max1 reyndist dýrast í 14 og 15″ dekkjum fyrir smábíla og meðalbíla en Dekkverk var ódýrast. Mesti munurinn var á 16″ dekkjum, var ódýrasta dekkið hjá Kvikkfix (Windforce), 11.990kr,  en dýrast var það á 25.551 kr. hjá Betra gripi (Firestone). Er því munurinn 13.561 kr. sem er 113%.

Verðlagseftirlitið tekur fram að verðin sem eru uppgefin eru á einu stöku dekki.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sjá nánar niðurstöður í töflu.

Sjá meira á síðu ASÍ.

 

 

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: