- Advertisement -

Ríkisstjórnin þjónar útgerðinni, ekki almenningi

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári á fundi um sjávarútveg í Safnahúsinu. Þar var húsfyllir.

Þegar útgerðarmenn fá kvóta telja þeir hann lítils virði og stjórnvöld fallast á það, rukka leigu sem er aðeins 4.800 m.kr. í dag. Þegar útgerðarmenn leigja hvor öðrum kvóta telja þeir hann mikils virði, eða um 75-80.000 milljón króna virði. Þegar útgerðarmenn telja sig svikna fyrir að hafa ekki fengið allan makrílkvótann, heldur hafi honum einnig verið úthlutað á smábáta, þá gera þeir kröfu um skaðabætur upp á tugi milljarða króna, fyrir að hafa ekki fengið eitthvað sem þeir þó meta aðeins á nokkur hundruð milljónir, þegar þeir þurfa að borga.

Nýjar fréttir daglega
midjan.is / sme.is

Það undarlega er að Hæstiréttur, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur fyllt af heilaþvegnu nýfrjálshyggjuliði sem hafnar fullveldi almennings, rétti þjóða til að fara með eigin eignir, og magnar svo upp rétt fyrirtækja að þau hafi í raun eignarétt á áætluðum hagnaði fram að endalokum lífs á jörðinni, þessi nýfrjálshyggju-hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að það séu útgerðarmenn, en ekki þjóðin, sem eigi fiskinn og veiðiréttinn. Og nú þurfa útgerðarmenn ekki að borga veiðigjöld til þjóðarinnar heldur þarf þjóðin að borga útgerðarmönnum skaðabætur fyrir að þvælast fyrir þeim, einskonar leigu fyrir að fá að dvelja hér í verstöð kvótakónganna. Er von á lögum til að skýra rétt almennings til að fara með eigin eignir? Nei. Hvers vegna? Vegna þess að ríkisstjórnin þjónar útgerðinni, ekki almenningi.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: