- Advertisement -

Sósíalistar á þingi samkvæmt Fréttablaðinu

Ríkisstjórnarflokkarnir tapa ellefu þingmönnum, fengu 35 eftir síðustu kosningar en myndu fá 24 nú.

Gunnar Smári skrifar:

Fréttablaðið segir i dag frá niðurstöðu könnunar án þess að segja nákvæmlega frá fylgi Sósíalistaflokksins í texta, aðeins að flokkurinn sé yfir 5% þröskuldinum, en af þessu og grafinu að merkja má gera ráð fyrir að flokkurinn hafi mælst með 5,1% eða svo. Niðurstöður könnunar Zenter fyrir Fréttablaðið er þá þessi:

  • Sjálfstæðisflokkurinn: 19,1%
  • Samfylkingin: 16,4%
  • Píratar: 14,0%
  • Miðflokkurinn: 11,2%
  • Viðreisn: 10,0%
  • VG: 8,3%
  • Framsókn: 7,8%
  • Sósíalistaflokkurinn 5,1%
  • Flokkur fólksins: 4,9%

Þingmenn skiptast svona, ef þetta yrðu niðurstöður kosninga:

  • Sjálfstæðisflokkurinn: 13 (–3)
  • Samfylkingin: 11 (+4)
  • Píratar: 10 (+4)
  • Miðflokkurinn: 8 (–1)
  • Viðreisn: 7 (+3)
  • VG: 6 (–5)
  • Framsókn: 5 (–3)
  • Sósíalistaflokkurinn 3 (+3)

Ríkisstjórnarflokkarnir tapa ellefu þingmönnum, fengu 35 eftir síðustu kosningar en myndu fá 24 nú. Stjórnin er kolsprungin. Miðflokkurinn tapar einum þingmanni eftir að hafa fengið tvo frá Flokki fólksins, en vinnur einn miðað við síðustu kosningar. Flokkur fólksins dettur af þingi (er á þröskuldinum). Hin svokallaða frjálslynda miðja, Samfylking, Píratar og Viðreisn, bæta við sig ellefu þingmönnum, fá nú 28 þingmenn en voru með 17. Sósíalistar fá þrjá þingmenn, voru ekki með neinn.

Núna á eftir munu sósíalistar ræða framboð til Alþingis á Vetrarfundi sínum í Dósaverksmiðjunni Borgartúni 1. Fundurinn hefst kl. 11 og umræðan um undirbúning að framboði hefst rétt fyrir kl. 12. Ekki missa af því.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: