Nú segir Bjarni að hluti þess fjár sem fara átti í varnargarða hafi verið notað í aðrar framkvæmdir.
Guðni Ölversson skrifar:
Ég verð að viðurkenna að ég er mjög undrandi á orðum fjármálaráðherra í kvöldfréttum RÚV í gærkvöld. Bjarni Benediktsson segir að klipið hafi verið að fjárveitingum til ofanflóðasjóðs og fjármagnið notað í eitthvað annað. Væntanlega sem hann, sem fjármálaráðherra lengst allra frá hruni, telur betur varið til annara hluta. Þá er mín spurning sú hvort það séu ekkert annað en drullusokkar sem veljast í ráðherrastóla í stjórnarráði Íslands. Undanfarin 48 ár hefur fjöldi mannskæðra snjóflóða fallið í byggðum landsins og kostað tugi manna lífið.
Ofanflóðasjóður var stofnaður í þeim tilgangi að verja byggðir landsins og íbúa þeirra, gegn snjóflóðum. Nú segir Bjarni að hluti þess fjár sem fara átti í varnargarða hafi verið notað í aðrar framkvæmdir vegna þess að, væntanlega, hafa ríkisstjórnir síðustu ára hafi talið peningunum betur varið í annað. Sem betur fer varð ekkert manntjón í snjóflóðunum í vikunni. En hvað mundi maður segja um Bjarna Ben og aðra þá sem fara með fjármál þjóðarinnar ef við hefðum ekki verið svo heppin sem raun ber vitni þessa vikuna.