- Advertisement -

Spyrjið sjúklingana, spyrjið starfsfólkið

Ágúst Ólafur Ágústsson Samfylkingu skrifaði:

„Stærsta kosningamál síðustu alþingiskosninga voru heilbrigðismálin. Allir kjósendur allra flokka vildu setja þau í fyrsta sætið. Síðan þá höfum við í Samfylkingunni ítrekað lagt fram beinharðar tillögur við fjárlagagerðina um aukna fjármuni í heilbrigðiskerfið en jafnharðan hafa þingmenn V-D-B fellt þær kinnroðalaust. Og í raun hafa stjórnarþingmenn ítrekað sagt á móti að þeir séu að standa sig svo afskaplega vel í heilbrigðismálum eins og heilbrigðisráðherra segir einnig í fréttum dagsins. Skoðum fimm punkta.

  • 1. Enginn inn á Landspítala er sammála stjórnarþingmönnunum um þeir hafi staðið sig svo ofsalega vel í heilbrigðismálum.
  • 2. Enginn á bráðamóttökunni er sammála að V-D-B sé búið að standa sig vel að það sé allt í lagi að fella tillögur um aukna fjármuni í heilbrigðismálin.
  • 3. Enginn sjúklingur sem er látinn liggja frammi á gangi eða kemst ekki inn í önnur úrræði er sammála Katrínu, Bjarna, Lilju og Svandísi að heilbrigðismálin séu í góðum málum á þeirra vakt.
  • 4. Enginn starfsmaður Landspítalans sem lýsir ástandinu sem „neyðarástandi“ er sáttur við ríkjandi stöðu.
  • 5. Enginn þingmaður VG, D eða B lofaði fyrir kosningar að sett yrði sérstök „aðhaldskrafa“ á spítalann en það var engu að síður gert í nýju fjárlögunum.

Gott og vel ef Vinstri grænir, Sjálfstæðismenn og Framsóknarfólk neiti að taka mark á Samfylkingunni en hvernig væri að hlusta á starfsfólkið, sjúklingana og aðstandendur?“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: