- Advertisement -

Hvað með Kristján Þór og Samherja?

Þarna má bæta við að fyrir framsalið var hlutdeild 50 stærstu útgerðanna 54%, rétt aðeins meira en 4 stærstu eru með í dag.

Gunnar Smári skrifar:

Kjarninn dregur fram samþjöppun í sjávarútvegi. „Sam­an­lagt héldu þau félög sem talin voru upp hér að ofan, og tengj­­­ast Sam­herja, Útgerð­­­ar­­­fé­lagi Reykja­víkur og Kaup­­­fé­lagi Skag­­­firð­inga, en eru samt sem áður ekki tengdir aðil­­­ar, alls á 42,2 pró­­­sent af öllum kvóta í land­inu í byrjun sept­­em­ber 2019. Ef við er bætt Vísi og Þor­birni í Grinda­vík, sem héldu sam­an­lagt á 8,4 pró­­­sent af heild­­­ar­kvót­­­anum og hafa verið í sam­eig­ing­­­ar­við­ræð­um um nokk­­urra mán­aðar skeið, þá fer það hlut­­­fall yfir 50 pró­­­sent. Fjórir hópar halda því á rúm­­lega helm­ing úthlut­aðs kvóta.“

Þarna má bæta við að fyrir framsalið var hlutdeild 50 stærstu útgerðanna 54%, rétt aðeins meira en 4 stærstu eru með í dag. Fyrir framsalið voru 5 stærstu með 14% kvótans.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Stuðningsreikningur Miðjunnar er: 26-515 521009 Kt: 521009-2920.

En varðandi það sem fyrirsögnin vísar til: Kristján Þór hefur viðurkennt að hann sé of tengdur Samherja til að fjalla um málefni fyrirtækisins. Þarna leggur hann hins vegar fram að bróðir Guðmundar í Brim sé ekki tengdur honum og Þorsteinn Már Samherji sé óskyldur barnsmóður sinni og fyrrum eiginkonu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: