Þarna má bæta við að fyrir framsalið var hlutdeild 50 stærstu útgerðanna 54%, rétt aðeins meira en 4 stærstu eru með í dag.
Gunnar Smári skrifar:
Kjarninn dregur fram samþjöppun í sjávarútvegi. „Samanlagt héldu þau félög sem talin voru upp hér að ofan, og tengjast Samherja, Útgerðarfélagi Reykjavíkur og Kaupfélagi Skagfirðinga, en eru samt sem áður ekki tengdir aðilar, alls á 42,2 prósent af öllum kvóta í landinu í byrjun september 2019. Ef við er bætt Vísi og Þorbirni í Grindavík, sem héldu samanlagt á 8,4 prósent af heildarkvótanum og hafa verið í sameigingarviðræðum um nokkurra mánaðar skeið, þá fer það hlutfall yfir 50 prósent. Fjórir hópar halda því á rúmlega helming úthlutaðs kvóta.“
Þarna má bæta við að fyrir framsalið var hlutdeild 50 stærstu útgerðanna 54%, rétt aðeins meira en 4 stærstu eru með í dag. Fyrir framsalið voru 5 stærstu með 14% kvótans.
En varðandi það sem fyrirsögnin vísar til: Kristján Þór hefur viðurkennt að hann sé of tengdur Samherja til að fjalla um málefni fyrirtækisins. Þarna leggur hann hins vegar fram að bróðir Guðmundar í Brim sé ekki tengdur honum og Þorsteinn Már Samherji sé óskyldur barnsmóður sinni og fyrrum eiginkonu.