- Advertisement -

Hugmyndir Gunnars Smára eru galnar

Álfheiður Eymarsdóttir, varaþingmaður Pírata, skrifar:

Sveiattan Gunnar Smári.

Hugmyndir Gunnars Smára og Sósíalista um að færa veiðiheimildir alfarið í umsjón og ráðstöfun sveitarstjórna eru galnar. Sveitarfélög eru mörg hver í mjög bágborinni fjárhagsstöðu og þar að auki í vasanum á stórútgerðinni. Þessi hugmynd er því ávísun á áframhaldandi einokun stórútgerðar, brask og óttastjórnun hennar á heilu byggðarlögunum. Gunnar Smári hefur látið hafa eftir sér að Píratar viti líklega ekki nóg um sjávarútvegsmál til að koma fram með vitrænar tillögur.

Tillögur Pírata taka mið af veruleikanum eins og hann blasir við í dag. Til að tryggja jafnræði, nýliðun, arðinn frá stórútgerð til almennings og koma í veg fyrir brask, óttastjórnun stórútgerðar , einokun og spillingu í greininni þá þarf að:

Þú gætir haft áhuga á þessum
  • 1) Tryggja eignarhald þjóðarinnar á fiskimiðum í gegnum auðlindaákvæði stjórnarskrár.
  • 2) Ákvörðun og greiðslu útgerðar um arðgreiðslur til þjóðarinnar í gegnum uppboð á tímabundnum veiðiheimildum.

Stuðningsreikningur Miðjunnar er: 26-515 521009 Kt: 521009-2920.


Aflamark verði áfram ákvarðað af Hafró. Eftirlit verði hert verulega. Kvótaþak verður áfram við lýði og eðlilegt samkeppnisumhverfi tryggt. Það er hægt að binda hluta veiðiheimilda við landsfjórðunga eða ákveðin byggðarlög.

En það er galið að setja allar veiðiheimildir í hendur sveitarstjórna sem eru misburðugar, vegna kvótakerfisins margar hverjar, til að taka faglegar ákvarðanir. Við megum ekki láta geðþóttaákvarðanir sveitarstjórnar- eða alþingismanna ráða úthlutun -það er ávísun á áframhaldandi brask og spillingu í greininni.

Sveiattan Gunnar Smári. Ég held það séu aðrir en Píratar sem viti lítið um sjávarútvegsmál og pólitískan veruleika árið 2020.

Það er enn fremur mikill kostur að Píratar séu ekki búnir að festa sig í einstrengingslegum útfærslum, séu með almennar tillögur sem halda í heiðri og tryggi ákveðin prinsipp. Útfærslur eru samkomulagsatriði og það þarf svigrúm til sáttaleiðar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: