- Advertisement -

Trillukarlar rísa upp gegn Kristjáni Þór

Mynd: Skessuhorn.

„Mikið er ég sammála félagsmönnum í Króki. Ég vil ganga lengra, er sammála félagsmönnum Sæljónsins sem lýsa yfir vantrausti almennt á ráðherrann. Ég tel ráðherra vanhæfan með öllu í öllum málefnum sjávarútvegs og að hann þurfi að segja sig frá ráðuneytinu,“ skrifar Álfheiður Eymarsdóttir,“ varaþingmaður Pírata og vitnar til fréttar af Strandveiðifélaginu Króki í Barðastrandarsýslu.

„Strandveiðifélagið Krókur, félag smábátaeigenda í Barðastrandarsýslu krefst þess að Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir sig frá málefnum smábáta,“ segir í ályktun frá félaginu.

Áður hafa komið fram  óánægjuraddir frá öðrum smábátasjómönnum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

bb.is greinir frá afstöðu félaganna í Króki. Þar kemur fram að sjómennirnir telji ekki unnt að eiga málefnalegar umræður um „íþyngjandi“ reglugerð ráðherrans.

Félagarnir í Króki segja að ráðherrann hafi hafnað öllum hugmyndum um breytingar á núverandi kerfi sem eru til þess að mæta kröfum um minni meðafla á grásleppuveiðum með þeim rökum að þær myndu kalla á of mikið eftirlit; „en þegar ráðherra leggst svo lágt að framkvæma áður gefnar hótanir um íþyngjandi reglugerð á grásleppuveiðar vegna þess að hann hafi verið gerður afturreka með kvótasetningu, þá er hægur leikur að gera töluvert af breytingum og alveg nóg til af mannskap í eftirlit“ segir í umsögn strandveiðifélagsins Króks.

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, var í viðtali hér á Miðjunni um þetta fyrir fáum dögum:


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: