- Advertisement -

Ætlar trillukörlum að vigta aflann út á sjó

„Hvernig er hægt að vita þyngd á afla á strandveiðum áður en komið er í land?“

„Aflaskráningu með rafrænum hætti skal lokið áður en lagst er að landi. Þetta gildir einnig fyrir rafræna afladagbók en áður höfðu útgerðir tvær vikur til að skila henni eftir að í land var komið.“

Þetta segir í drögum að nýju frumvarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar. Í samráðsgáttinni spyr Jón Einarsson::  „Hvernig er hægt að vita þyngd á afla á strandveiðum áður en komið er í land? Ekki er hægt að ætlast til þess að afli sé vigtaður um borð í strandveiði bátum á meðan á veiðum stendur.“

Svo segir í drögum ráðherrans: „Allar skráningar verða rafrænar, annað hvort í rafræna afladagbók eða með smáforriti.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Jón Einarsson bendir á þessa staðreynd: „Erfitt getur verið að skrá í appið þar sem sumsstaðar er ekkert netsamband nema við bryggju.“

Í drögunum er ekki er kveðið á um neinar undanþágur frá þeirri reglu að allir skuli skila afladagbók á rafrænu formi þannig að afladagbók á pappírsformi mun heyra sögunni til. Aflaskráningu með rafrænum hætti skal lokið áður en lagst er að landi. Þetta gildir einnig fyrir rafræna afladagbók en áður höfðu útgerðir tvær vikur til að skila henni eftir að í land var komið.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: