- Advertisement -

Flótti frá Vinstri grænum

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári.
Annars er fátt um þetta að segja; ríkisstjórnarflokkarnir eru í tjóni, hafa misst 1/5 af fylgi sínu frá kosningum.

Þessi könnun er tekin á mánaðartíma, frá 2. desember til 1. janúar, og ætla má að meirihluti svara hafi borist á fyrri hluta tímabilsins. Desemberkönnun MMR var tekin frá 13. til 19. desember og er því líklega nýrri í raun. Munurinn á þessum tveimur könnunum er helst sá að Gallup mælir Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn hærri en MMR en Sósíalistaflokkinn og Miðflokkinn lægri. Að öðru leyti er ekki mikill munur á þessum könnunum. Munur á Gallup og MMR annars vegar og Maskínu hins vegar, könnun sem Stöð 2 birti á gamlársdag, er hins vegar mikill. Gallup mælir t.d. Sjálfstæðisflokkinn 5 prósentum hærri og Samfylkinguna 5 prósentum lægri. Gallup mælir Sjálfstæðisflokkinn 8,8 prósentum stærri en Samfylkinguna, MMR mælir hann 5,6 prósentum stærri en Maskína mældi Samfylkinguna hins vegar 1,4 prósentum stærri.

Annars er fátt um þetta að segja; ríkisstjórnarflokkarnir eru í tjóni, hafa misst 1/5 af fylgi sínu frá kosningum. Og það er einkum VG sem er að fæla fólk frá sér, næstum tvö af hverjum fimm hafa flúið.

Sé miðað við kosningar eru Viðreisn, Sósíalistar og Píratar að vinna á, einnig Miðflokkur og Samfylking, en minna. Flokkur fólksins, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur eru að missa fylgi og VG í stórum stíl.

Líklegar ríkisstjórnir ef þetta yrðu úrslit kosninga? Má bjóða ykkur hreina hægri stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Miðflokks með 33 þingmenn? Viðreisnarstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Samfylkingar með 33 þingmenn? Nauman 32 þingmanna meirihluta flokkanna í meirihlutanum í Reykjavík: Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og VG?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: