- Advertisement -

Siðferðilega gjaldþrota ríkisstjórn í minnihluta

Svanur Kristjánsson prófessor skrifaði:

Ég játa fúslega að ég tek meira mark á skoðanakönnunum þegar niðurstöður ríma við mína tilfinningu fyrir stöðu stjórnmálaflokka í landinu. Þessi könnun sýnir að stjórnarflokkarnir þrír eru komnir í bullandi minnihluta en umbótaflokkarnir þrír (Samfylking, Píratar, Viðreisn) eiga raunhæfa möguleika á að mynda ríkisstjórn með þingmeirihluta eftir næstu kosningar.

Ég hygg nefnilega að í hugum margra sé ríkisstjórnin siðferðilega gjaldþrota. Skoðum t.d. ummæli Bjarna Benediktssonar vegna framferðis Samherja í Namibíu:

„… auðvitað er rót vandans í þessu tiltekna máli veikt og spillt stjórnkerfi í landinu. Það virðist vera einhvers konar rót alls þessa sem við erum að sjá flett ofan af.“

Enginn í forystu stjórnarflokkanna hefur mótmælt þessum málflutningi formanns Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra landsins. Þjónkun ríkisstjórnarinnar við
útgerðarauðvaldið á sér engin takmörk. Það skynjar vaxandi fjöldi fólks.
Siðferðilega er ríkisstjórnin gjaldþrota.
Burt með ríkisstjórn útgerðarauðvaldsins.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: