Dæmi eru um að hinir brotlegu rannsaki brot sín sjálfir og það virðist látið duga.
Ragnar Önundarson skrifar:
Í Bandaríkjunum er brugðist við grunsemdum. Allir bankareikningar hins grunaða fyrstir og menn settir í gæsluvarðhald. Svo hefst rannsókn málsins. Réttarreglan „allur vafi sökunaut í vil“ á heima fyrir dómstólunum. Lögreglan á að bregðast við grunsemdum án sannana, saksóknarar eiga að ákæra ef líkindi eru á sakfellingu, þeim er ekki ætlað að ljúka málum. Þessi ágæta réttarregla virðist komin út um allt í stjórnsýslunni og lama allt. Blóðið rennur ekki í embættismönnum og stjórnmálamönnum. Af þessari „hófstillingu“ leiðir aðgerðaleysi og það veitir spillingunni skjól. Dæmi eru um að hinir brotlegu rannsaki brot sín sjálfir og það virðist látið duga.