- Advertisement -

Er algjörlega ósammála leið ráðherrans

„Ég skil ekki hvernig stjórnvöldum getur þótt það góð ráðstöfun ríkisfjármuna í heilbrigðiskerfinu okkar að lækka komugjöld á alla óháð efnahag á sama tíma og fjárskortur í kerfinu veldur því að það er ekki hægt að bjóða heilabiluðum upp á eðlilega og nauðsynlega þjónustu,“ þannig skrifar Hanna Katrín Friðriksson.

Á meðfylgjandi fréttasíðu Morgunblaðsins í dag eru tvær fréttir sem kannski láta ekki mikið yfir sér. Annars vegar um að allar dagdeildir heilabilaðra á landinu verði lokaðar yfir jól og áramót. ,,Við gætum gert svo miklu betur ef við hefðum meira fjármagn,” er haft eftir Hrönn Ljótsdóttur, forstöðukonu Hrafnistu Ísafoldar í Garðabæ. Um sé að ræða mikilvægt og hlutfallslega ódýrt úrræði sem styðji við áframhaldandi búsetu heilabilaðra á eigin vegum. Og Hrönn segir: ,,Það er því einkennileg og ómarkviss forgangsröðun hjá stjórnvöldum að draga úr fjármagni til rekstrarins.”

Talandi um forgangsröðun:
Hin fréttin á síðunni er um að um áramótin verða almenn komugjöld lækkuð úr 1.200 kr. í 700 kr. Kostnaður við þá ráðstöfun er rúmur milljarður kr. Í fréttum er haft eftir Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að lækkunin sé afgerandi þáttur í því að jafna aðgengi fólks að heilbrigðisþjónustu og sporna við heilsufarslegum ójöfnuði af félagslegum og fjárhagslegum ástæðum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ég er sammála um markmiðin hér, en algjörlega ósammála leið ráðherrans, eins og svo oft áður. Ég skil einfaldlega ekki hvernig það getur þótt góð hugmynd að lækka komugjöld á alla, óháð getu (og vilja) til að greiða, á sama tíma og önnur mikilvæg þjónusta er ekki í boði vegna fjárskorts. Hvaða aðgengi er verið að jafna hér? Hvernig spornar þetta við heilsufarslegum ójöfnuði? Á hvaða hátt er þetta skynsamlegt? Hvar liggja almannahagsmunir?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: