- Advertisement -

Hræðileg niðurstaða hjá Hafró

Stofnvísitala þorsks hefur lækkað töluvert síðustu tvö ár.

Sigurjón Þórðarson skrifar:

Skýrsla um haustrall Hafró kom út í dag og hræðileg niðurstaðan ætti að sýna hverju mannsbarni að veiðráðgjöf stofnunarinnar er ekki að ganga upp. Ég birti hér upphafsorð í skýrslunni á stofnmati á helstu botnfiskstofnum þjóðarinnar eins og Hafró raðaði þeim upp.

Stofnvísitala þorsks hefur lækkað töluvert síðustu tvö ár.
Stofnvísitala ýsu lækkaði frá fyrra ári. Stofnvísitala ufsa í haustralli lækkaði verulega frá fyrra ári. Vísitala veiðistofns grálúðu (55 cm og stærri) hefur lækkað undanfarin tvö ár. Það sem einna klikkaðast er að engin umræða er í skýrslunni um niðurstöðurnar, sem byggðar eru á líffræðilegum rökum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: