- Advertisement -

Meiri byrðar hinna fátækari

Gunnar Smári skrifar:

Það vantar betri stéttagreiningu hjá Hagstofunni (sem er til skammar, stéttir eru grunnþættir samfélagsins og það er til lítils að skoða það án þess að gera það út frá stéttarmun) en þarna kemur fram að ómenntaðir karlar lifa um 5 árum skemur en þeir sem hafa lengsta skólagöngu að baki. Þessi munur endurspeglar ekki visku, þekkingu eða lærdóm hinna betur menntuðu heldur fyrst og fremst byrðar fátækar, erfiðisvinnu, útilokunar og kvíða hinna ómenntuðu, sem flest þurfa að vinna langan vinnudag án þess að eiga í raun í sig og á.

Kanna þarf þessa stöðu betur og móta lífeyrismál út frá raunveruleikanum, þannig að hin lægra launuðu geti farið fyrr á eftirlaun, svo dæmi sé tekið. Eins og staðan er í dag borga þau yfirleitt inn í kerfið lengur en aðrir (fara fyrr út á vinnumarkaðinn) en fá hins vegar mun færri eftirlaunaár út úr kerfinu. Eins og það sé á stéttarmuninn bætandi.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: