- Advertisement -

SMS smásagnakeppni

Borgarbókasafn og Vodafone standa fyrir örsagnasamkeppni fyrir ungt fólk nú í október, í tilefni Lestarhátíðar. Sögurnar eiga að vera örstuttar og sendast með sms skilaboðum.

Dagana 1. til 26. október geta börn og unglingar á aldrinum 10-16 ára sent sögur í SMS-skilaboðum í númerið 901 0500. Sögurnar mega vera að hámarki 33 orð en að öðru leyti er aðferðin frjáls. Sögunni skal fylgja nafn og aldur höfundar og teljast þær upplýsingar ekki með í orðunum 33. Enginn aukakostnaður fylgir því að senda skilaboðin í þetta númer, heldur er kostnaður eins og um venjulegt SMS væri að ræða.

Verðlaun verða veitt fyrir þrjár bestu sögurnar í byrjun nóvember og eru þau í boði Vodafone.
Á vef Bókmenntaborgarinnar er að finna þessar upplýsingar um örsögur:

Hvað er örsaga? Stutt frásögn í lausu máli. Hnitmiðuð eins og skyndimynd. Hún fangar augnablikið. Örsaga er áhrifarík, vekur til umhugsunar. Í henni eru fáar persónur. Segir frá atburði eða tilfinningu sem skiptir máli.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sjá nánar hér á vef Borgarbókasafns.

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: