- Advertisement -

Fóru burt með 100 milljarða

Benedikt Jóhannesson, stofnandi Viðreisnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, skrifar í Moggann í dag. Benedikt er stærðfræðingur og hann hefur reiknað. Í greininni segir:

„Fólki farn­ast best þegar það ber ábyrgð á sér sjálft. Eng­inn græðir á deil­um milli lands­hluta um hvort stofna eigi lim­um fólks eða lífs­björg í hættu. Reynsl­an sýn­ir líka að biðin eft­ir hjálp að sunn­an verður oft býsna löng. En pen­ing­arn­ir eru til og þeir eru nær vand­an­um en sum­ir myndu ætla.

Þegar neyðin er stærst er hjálp­in oft næst. Í öll­um lands­fjórðung­um eru mik­il verðmæti. Kvóta­kerfið hef­ur reynst vel til þess að vernda fiski­stofna, en eig­um við ekki að nýta ávinn­ing­inn til þess að vernda íbúa á þeim svæðum sem gert er út frá? Útgerðar­menn hafa greitt sér meira en 100 millj­arða í arð á ára­tug. Pen­ing­arn­ir hafa streymt frá lands­byggðinni í fjár­fest­ing­ar á höfuðborg­ar­svæðinu og í fjar­læg­um lönd­um. Þótt ekki færi nema brot af arðgreiðsl­un­um í innviði yrði landið allt byggi­legra.“

Víst er að það munar um minna.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: