- Advertisement -

Talið var ódýrara að takast á við tjónið

Menn geta þess vegna ekki bara kennt þrjósku landeigenda eða seinagangi framkvæmda um hvernig fór. Veðrið var einfaldlega svo ofsafengið, að við lítið var ráðið.

Marinó G. Njálsson skrifaði á Facebook:

Gríðarlegt tjón varð í óveðrinu og óskapast menn yfir kostnaðinum sem af þessu hlýst. Staðreyndin er að víða er hægt að skýra áföllin með meðvituðum ákvörðunum stjórnvalda um að fresta framkvæmdum. Gert var kostnaðarmat og það kom þannig út, að talið var ódýrara að takast á við tjónið, þegar að því kæmi, en að fara í umfangsmikla framkvæmd sem hugsanlega væri ekki þörf á. Dreifendur raforku, hvort heldur í flutningskerfum eða dreifiveitum, eru nefnilega ekki skaðabótaskyldir gagnvart almennum raforkunotendum, geti þeir ekki afhent raforku til notenda. Skiptir engu máli hvaða skaði getur hlotist af rafmagnsleysinu, það er notenda að verja sig fyrir tjóninu, nema sérstakir samningar séu til staðar.

Ég ætla ekki að fara að væna neinn um óheilindi, því svona óveður kemur líklegast ekki nema með margra áratuga millibili, ef ekki sjaldnar. Mér finnst ekki ólíklegt, að þetta hafi verið 100 ára stormur, eins stundum er sagt. A.m.k. hefur aldrei áður reynt eins víða á raforkukerfið og tjón dreifst fyrir eins stór svæði. Með breytingum í veðurkerfum, þá gæti verið styttra í næsta svona storm, en menn vona. Hann gæti komið seinna í vetur.

Það er hins vegar staðreynd, að Byggðalínan er komin á síðasta snúning. Hún er víða ríflega 40 ára gömlu.

Annað er, að ekki er víst að meira viðhald og víðtækari endurnýjanir hefðu komið í veg fyrir rafmagnsleysi. Þannig ku Dalvíkurlína I vera ein sterkasta lína í flutningskerfinu (eða telst hún til dreifikerfisins). Þar kubbuðust samt fullt af staurum í sundur eins og eldspýtur. Menn geta þess vegna ekki bara kennt þrjósku landeigenda eða seinagangi framkvæmda um hvernig fór. Veðrið var einfaldlega svo ofsafengið, að við lítið var ráðið.

Það er hins vegar staðreynd, að Byggðalínan er komin á síðasta snúning. Hún er víða ríflega 40 ára gömlu. (Kannski ekki rétt að segja hana 40 ára, því hún er svona eins og hamarinn sem karlinn sagðist hafa átt í 50 ár. Bara búinn að skipta um skaft 7 sinnum og haus þrisvar!) Mestu skiptir að fyrir löngu er komið að breytingum. Ég þykist vita að starfsmenn Landsnets og Rarik eru uppfyllir að hugmyndum um hvað þarf að gera. Núna er komið að stjórnvöldum að taka ákvarðanir um framkvæmdir í stað endalausra frestana. Menn mega hins vegar ekki nýta tækifærið til að hunsa almennar leikreglur verklegra framkvæmda.

Eitt í lokin. Hvernig stendur á því, að mikilvæg starfsemi er ekki með varaaflsbúnað? Ætli það sé vegna þess, að ekki hafi verið þörf á slíkum búnaði svo lengi og hann því fjarlægður? Að varaaflsbúnaður hafi ekki verið notaður lengi segir ekkert annað, en að það styttist í að þörf sé fyrir hann. Hér tjái ég mig sem sérfræðingur í áhættustjórnun.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: