- Advertisement -

Fjármálaráðherra var svo pirraður

„…nema við hæstvirtur fjármálaráðherra höfum lært reikning hvor í sínum skólanum og á ólíkum forsendum.“

Þorsteinn Sæmundsson getur orðað hugsanir sínar betur en margir þingmenn. Í fjármálaumræðunni sagði hann til dæmis:

„En síðan áttum við smáumræður í gær, ég og hæstvirtur fjármálaráðherra, þar sem við vorum að fara yfir m.a. tillögur sem Miðflokkurinn hefur lagt til, bæði við 2. umr. sem var um daginn og nú aftur við 3. umr., og hæstv. fjármálaráðherra þótti skítur til koma. Hér væri verið að tala um, eins og hann sagði, 0,2% sem við legðum til í að berjast við báknið sem hann er búinn að vinna svo ötullega að allan sinn fjármálaráðherratíma og sérstaklega núna síðustu tvö og hálft ár að belgja út sem mest má vera. Svo þegar koma fram hógværar tillögur um að reyna að vinda ofan af vitleysunni gerði hann frekar lítið úr þessu og var með hæðni.

Málið er hins vegar að í tillögum Miðflokksins er gert ráð fyrir hagræðingarkröfu á ráðuneyti upp á 1 milljarð kr. Svo vill til að stjórnunarlegur rekstur ráðuneytanna í heild er í kringum 30 milljarðar þannig að þetta er ekki 0,1%, nema við hæstvirtur fjármálaráðherra höfum lært reikning hvor í sínum skólanum og á ólíkum forsendum. Það vildi reyndar þannig til að hæstvirtur fjármálaráðherra var svo pirraður í gær, kannski hefur hann verið með flugviskubit af því að hann var að fara til fundar erlendis, ég veit það ekki, en hann var bara svo pirraður í gær að það var mjög erfitt að eiga við hann orðastað. En það er líka vert að geta þess að það hafa verið hallalaus fjárlög á Íslandi síðan árið 2013 þangað til núna. Hvers vegna? Ég held að það sé m.a. vegna þess að þingið hefur ekki nógu mikla aðkomu.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: