- Advertisement -

Enginn með breyttum búvörulögum

Alþingismenn voru nú rétt í þessu að fá þessa merkilegu yfirlýsingu senda til sín:

„Undirritaðir aðilar eru sammála um að það frumvarp sem nú liggur fyrir um breytingu á búvörulögum og tollalögum, 382. mál, eigi ekki að samþykkja í núverandi mynd. Nauðsynlegt er að vinna málið áfram og finna því heppilegri farveg, m.a. til að bregðast við mögulegum frávikum sem alltaf kunna að koma upp í búvöruframleiðslu, sem háð er veðurfari og öðrum ytri aðstæðum. Undirritaðir aðilar vilja gjarnan koma að þeirri vinnu.

5. desember 2019

Bændasamtök Íslands
Félag atvinnurekenda
Félag eggjabænda
Félag kjúklingabænda
Félag svínabænda
Landssamband kúabænda
Landssamband sauðfjárbænda
Neytendasamtökin
Samband garðyrkjubænda
Samtök iðnaðarins
Sölufélag garðyrkjumanna“

Ég efast um að þessi hópur hafi áður sameinað krafta sína gegn vondu þingmáli. Atvinnuveganefnd á engan annan kost en að hlusta á þennan hóp, fresta málinu og hvetja stjórnvöld til að taka upp samtal við þessa aðila.

Fengið af Facebooksíðu Gunnars Braga Sveinssonar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: