- Advertisement -

„Bjarni og Kristján eru bara hlaupatíkur fyrir kóngana í útgerðinni og aðra auðmenn“

Og að sjálfsögðu hlupu Kristján og Bjarni strax til og lækkuðu veiðigjöldin.

Katrín Baldursdóttir skrifar:

Bíddu, en Þorsteinn Már kóngurinn í Samherja, Guðmundur kóngurinn í Brimi og Kristján Loftsson kóngurinn hjá Hvali hf. sögðu Kristjáni Þór sjávarútvegsráðherra og Bjarna Ben að það þyrfti að lækka veiðigjöldin vegna þess að það áraði illa hjá þeim. Og að sjálfsögðu hlupu Kristján og Bjarni strax til og lækkuðu veiðigjöldin. En svo er bara bullandi hagnaður. Það er alveg ljóst hverjir það eru sem hafa tögl og hagldir í ríkisstjórninni. Bjarni og Kristján eru bara hlaupatíkur fyrir kóngana í útgerðinni og aðra auðmenn. Og þó Þorsteinn Már hafi framið stórkostlega glæpi gengur hann enn þá laus og ræður áfram sem hingað til. Samráðið sem hann hefur boðið stjórnvöldum vegna málsins verður allt á hans forsendum. Hann hefur líka fengið alveg frjálsar hendur við að fela slóðina eftir sig. Hann borgar sjálfsagt milljónir þessu fyrirtæki sem er að hreinsa upp eftir hann.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: