- Advertisement -

Græðgin greip ríkisforstjórann

Vilhjálmur Birgisson skrifaði:

Það ríður vart við einteyming græðgin sem hefur heltekið ríkisforstjóra Landsvirkjunar, en eins og kemur fram í þessari frétt þá hafa árslaun forstjórans hækkað úr 20 milljónum í 41 milljón.

Með öðrum orðum þ.e.a.s. frá árinu 2014 til ársins 2018 fóru mánaðarlaun forstjóra Landsvirkjunar úr tæpri 1,7 milljón í rúmar 3,4 milljónir eða um rúma 1,7 milljón, en rétt er að geta þess að um 105 prósenta hækkun er um að ræða.

Rétt er að geta þess að hæsti launataxti verkafólks hækkaði á sama tíma úr 238.043 kr. í 317.680 eða um 79.637 kr. eða sem nemur 33,45%

Almennar launahækkanir voru á sama tímabili 21,26% Eðlilegt, nei fjandakornið og ótrúlegt að svona ofurhækkanir séu látnar átölulaust af stjórnvöldum. En forstjóri Landsvirkjunar er að nálgast samanlögð laun forsætisráðherra og fjármálaráðherra!

En á þessu sést að 105% launahækkun á fimm ára tímabili er ekki í nokkrum veruleika við það sem er að gerast á hinum íslenska vinnumarkaði!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: